Lex Lögmannsstofa - Lögmenn og Starfsfólk

Málflutningur og gerðarmeðferð

LEX lögmannsstofa hefur ávallt verið í fararbroddi og lagt mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu á sviði málflutnings fyrir íslenskum dómstólum sem og alþjóðadómstólum.

Málflutningur og gerðarmeðferð

LEX lögmannsstofa hefur ávallt verið í fararbroddi og lagt mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu á sviði málflutnings fyrir íslenskum dómstólum sem og alþjóðadómstólum. Á LEX starfa lögmenn sem sérhæft hafa sig í málflutningi fyrir dómstólum, gerðardómum og stjórnvöldum. Búa þeir yfir gríðarlegri reynslu á þeim sviðum. Þegar þörf krefur njóta umbjóðendur LEX jafnframt sérfræðiþekkingar annarra lögmanna LEX. Hið víðtæka samstarf á milli fagsviða LEX lögmannsstofu tryggir því viðskiptavinum afburða þjónustu.

Lögmenn LEX hafa meðal annars mikla reynslu af úrlausn ágreiningsmála fyrir:

  • Héraðsdómstólum
  • Landsrétti
  • Hæstarétti Íslands
  • Mannréttindadómstóli Evrópu
  • EFTA dómstólnum
  • Gerðardómum
  • Stjórnvöldum