Sjálfbærni / ESG

Teymið okkar sérhæfir sig í innleiðingu nýrrar sjálfbærnilöggjafar, greiningu laga- og samkeppniskrafna og stefnumótun fyrir fyrirtæki sem leitast við að uppfylla sífellt flóknari kröfur stjórnvalda, fjárfesta og samfélags.

Sérhæfð þekking og reynsla
Hröð og stöðug þróun sjálfbærnimála og sífellt flóknara lagaumhverfi hefur haft í för með sér breytingu á stjórnun og starfsemi fyrirtækja víðast hvar. Fyrirtæki þurfa nú að þekkja áhrif sín og virðiskeðju sinnar á umhverfi og hagaðila. Vinna þarf með væntingar og kröfur hagaðila í umhverfi sem hefur tekið miklum breytingum á stuttum tíma. Nýjar og auknar kröfur um aukið gagnsæi og jafnvægi í upplýsingagjöf, ekki bara hér á landi, kalla á ný vinnubrögð og viðmið.
Teymið okkar er reynslumikið í ráðgjöf og býr yfir mikilli þekkingu á sjálfbærnitengdri löggjöf og viðmiðum og getur aðstoðað við innleiðingu þeirra í starfsemi fyrirtækja og fjárfesta.
Markviss vinna á þessu sviði er til lengri tíma litið til þess fallin að hafa áhrif á samkeppnishæfni á tímum loftslagsbreytinga og aukinni óvissu í alþjóðamálum.
Við veitum viðskiptavinum ráðgjöf sem er sérsniðin að þörfum hvers aðila, m.a.:
- Greinum lagakröfur sem þarf að uppfylla á hverjum tíma (þ.á m. vegna flokkunarkerfis ESB og upplýsingagjöf fjárfesta SFDR).
- Undirbúningur við að mæta nýjum lagakröfum (þ.á m. sjálfbærniupplýsingakröfum – CSRD og ESRS, könnun á áreiðanleika á sjálfbærni fyrirtækja – CSDDD og due diligence og í innkaupamálum.
- Stefnumótun í sjálfbærni og mannréttindum byggt á viðmiðunarreglum OECD fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki og leiðbeinandi meginreglum Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og mannréttindi,
- Greining á sjálfbærniáhættum og tækifærum,
- Mótun viðmiða fyrir sjálfbærniupplýsingagjöf, m.a. gerð tvöfaldrar mikilvægisgreiningar og innleiðing lágmarksverndarráðstafana flokkunarkerfis ESB,
- Innleiðingu sjálfbærniþátta í stjórnarhætti fyrirtækja
- Birgjareglur/siðareglur birgja og innleiðing birgjamats
- Gerð og uppfærsla siðareglna og innleiðing þeirra
- Málarekstur fyrir stjórnvöldum vegna markaðssetningar og framsetningu upplýsinga um eiginleika vöru
- Samskipti við fjárfesta og fyrirtæki vegna upplýsingagjafar
- Sjálfbærar fjárfestingar og græn fjármögnun
- Fræðsla til stjórnar og starfsmanna