Beint í efni
Atvinnuvegir

Sveitarfélög og opinberir aðilar

Sveitarfélög

Hlutverk sveitarfélaga á Íslandi hefur aukist verulega á undanförnum árum. Með þessu aukna hlutverki fylgja meiri kröfur, sérstaklega í tengslum við það regluverk sem um þau gildir. Verkefni sveitarfélaga eru fjölbreytt og spanna allt frá rekstri skóla og skipulagsmálum til félagsþjónustu og uppbyggingar innviða. Lögfræðiþjónusta við sveitarfélög kallar því á breiða sérfræðiþekkingu á ólíkum sviðum lögfræðinnar.

Skólavörðustígur

Sérhæfð þekking og reynsla

Sveitarfélög á Íslandi eru yfir 60 talsins og er fjöldi íbúa í einstökum sveitarfélögum frá um 100 íbúum í yfir 130.000. LEX hefur í gegnum árinu veit sveitarfélögum af öllum stærðum ráðgjöf á fjölbreyttu sviði. Skipulagsmál, opinber innkaup auk innviða og framkvæmda eru á meðal megin verkefna sveitarfélaga og hefur LEX yfir að ráða yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á þessum sviðum. Með hröðum tæknibreytingum á undanförnum árum hefur ráðgjöf LEX á sviði persónuverndar átt sífellt meira erindi til sveitarfélaga, einkum í tengslum við menntamál og félagsþjónustu. Þá hefur LEX veit ráðgjöf á sviði umhverfismála og starfsmannamála á vettvangi sveitarstjórna.

Á meðal helstu viðskiptavina LEX á undanförnum árum má finna flest af stærstu sveitarfélögum landsins, ráðuneyti og opinberar stofnanir.

Sérfræðingar okkar fyrir
sveitarfélög og opinberir aðilar