Beint í efni
Atvinnuvegir

Orka

Orka

Mikilvægi orku og orkuinnviða hefur sjaldan verið mikilvægara en nú. Framboð af orku hefur gríðarlega mikið vægi þegar kemur að samkeppnishæfni þjóðarinnar auk þess sem að nýting á grænum orkuauðlindum landsins er forsenda þeirra orkuskipta sem nú standa yfir.

Landscape

Sérhæfð þekking og reynsla

Sérfræðingar LEX lögmannstofu, hafa aðstoðað orkufyrirtæki á Íslandi um áratuga skeið við uppbyggingu orkuvera og orkuinnviða. Leyfis- og skipulagsmál geta verið flókin, kaup á orkuauðlindum og fjármögnun mannvirkja getur verið yfirgripsmikil og kallar oft á ólíka sérfræðikunnáttu til að ná yfir verkefnin. Þá eru samningar við viðskiptavini orkufyrirtækja oft flóknir og kalla á sérfræðiþekkingu á orkumálum og rekstrarumhverfi þeirra fyrirtækja sem samið er við.

Á meðal viðskiptavina LEX á undanförnum árum hafa verið flest af stærstu orkufyrirtækjum landsins, sveitarfélög, félög sem sérhæfa sig í föngun kolefnis, stórir orkunotendur auk annarra fyrirtækja af öllum stærðum.

Sérfræðingar okkar fyrir
orka