Upplýsingatækni

Lög um upplýsingatækni hafa orðið sífellt mikilvægari í þjónustuframboði íslenskra lögmannsstofa. Með aukinni stafvæðingu samfélagsins standa fyrirtæki og einstaklingar frammi fyrir flóknum lagalegum áskorunum tengdum persónuvernd, netöryggi, hugverkarétti og rafrænum viðskiptum.

Sérhæfð þekking og reynsla
LEX lögmannstofa bíður upp á sérhæfða þjónustu á sviði upplýsingatækniréttar til að aðstoða viðskiptavini við að uppfylla lagalegar kröfur, tryggja öryggi gagna og leysa ágreiningsmál sem kunna að koma upp í stafrænu umhverfi. Þessi sérfræðiþekking er orðin lykilþáttur í starfsemi lögmannstofunnar þar sem upplýsingatækniréttur snertir flesta aðra lagalega þætti sem lögmannstofan vinnur með svo sem hvort sem er við kaup eða sölu félaga eða tengjast venjubundnum rekstri aðila. Áskoranir tengdar útbreiðslu gervigreindar í flestum kimum samfélagsins kallar á nýjar áskoranir af ólíkum ástæðum þar sem reynir á breiða þekkingu og reynslu lögmanna LEX.
Verkefni LEX á þessu sviði á undanförnum árum hafa verið einstaklega áhugaverð og spanna allt frá aðstoð til lítilla frumkvöðlafyrirtækja til ráðgjafar til margra af stærstu félögum landsins á þessu sviði.