Innviðir og flutningar

Fyrir víðfeðmt en fámennt land eins og Ísland, þá er fátt sem skiptir meira máli en innviðir landsins og flutningar. Sérfræðingar LEX hafa veitt ráðgjöf við uppbyggingu einna farsælustu samgöngumannvirkja sem byggð hafa verið á Íslandi auk þess sem að hafa veitt ráðgjöf við eigendaskipti af helstu fjarskiptainnviðum landsins.

Sérhæfð þekking og reynsla
Ráðgjöf vegna innviða- og samgönguframkvæmda á Íslandi felur í sér ýmsar lagalegar áskoranir. Meðal helstu þátta er að takast á við flókin leyfiskerfi, samningagerð og samningaviðræður um bygginga- og hönnunarsamninga, fjármögnunarsamninga og lausn ágreiningsmála sem kunna að koma upp á líftíma verkefnisins. Regluverkið krefst ítarlegrar þekkingar á viðeigandi lögum og reglum, sérstaklega varðandi mat á umhverfisáhrifum og samræmi við staðla Evrópusambandsins. Árangursrík lögfræðiráðgjöf er nauðsynleg til að leiðbeina viðskiptavinum í gegnum þessi flóknu mál, tryggja að verkefni ljúki á skilvirkan hátt og í samræmi við lagalegar skuldbindingar.