Mat á þjónustu
Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa um árabil valið LEX sem eina af leiðandi lögmannsstofum landsins.
Chambers Global
Chambers and Partners hefur metið leiðandi lögmannsstofur í flestum löndum í yfir 20 ár. LEX lögmannsstofa hefur um árabil verið í fremstu röð á listum Chambers og má hér sjá stöðu LEX á heimsvísu samkvæmt fyrrgreindum listum.
Chambers Europe
Chambers and Partners hefur haldið skrár yfir leiðandi lögmannsstofur í flestum löndum í yfir 20 ár. LEX lögmannsstofa hefur um árabil verið í fremstu röð á listum Chambers og má hér sjá stöðu LEX í Evrópu samkvæmt fyrrgreindum listum.
Legal 500
Í yfir 30 ár hefur Legal 500 kannað hæfni lögfræðistofa um allan heim, með yfirgripsmiklum rannsóknum sem eru endurskoðaðar og uppfærðar á hverju ári til að koma með nýjustu sýn á alþjóðlega lögfræðimarkaðinn. Legal 500 metur styrkleika lögfræðistofnana í yfir 150 lögsagnarumdæmum, en niðurstöður þeirra er hægt að skoða án endurgjalds. Legal 500 hefur metið hæfni LEX í fremstu röð ár eftir ár.
Legal 500 Green Guide
Legal 500 Green GuideLegal 500 Green Guide gerir úttekt á lögmannsstofum sem veita ráðgjöf á sviði sjálfbærni, orkuskipta og verkefnum tengdum loftslagsbreytingum á heimsvísu. LEX er metin sem leiðandi lögmannsstofa á sviði sjálfbærniráðgjafar í Legal 500 Green Guide
WTR 1000
WTR 1000 sem árlega metur gæði vörumerkjalögmanna í heimum metur LEX lögmannstofu í efsta flokki lögmannstofa í þessum flokki á Íslandi. Við mat sitt byggir WTR1000 á yfirgripsmikilli rannsókn á gæðum lögmannsstofa í þeim tilgangi að greina lögmannstofur og lögmenn sem talin eru skara fram úr á sviði vörumerkjaréttar. Við matið er litið til hversu djúpa sérfræðiþekkingu viðkomandi aðilar hafa, stöðu þeirra á markaði og hversu yfirgripsmikil þau verkefni hafa verið sem viðkomandi hefur sinnt. Þá er einnig horft til umsagna annarra lögmanna og viðskiptavina við þetta mat.