Fjármálafyrirtæki og tryggingafélög

LEX hefur á að skipa einu reyndasta teymi landsins á sviði banka, tryggingarfélaga og fjármagnsmarkaða og hefur markað sér stöðu sem leiðandi ráðgjafi til aðila á fjármálamarkaði.

Sérhæfð þekking og reynsla
LEX lögmannstofa hefur um áratuga skeið sinnt ráðgjöf til fjármálastofnanna og tryggingafélaga um hefðbundna starfsemi þeirra, svo sem ráðgjöf við fjármögnun, ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja og málflutning. Fjármálastofnanir og tryggingafélög standa frammi fyrir sívaxandi áskorunum við að uppfylla flókið regluverk sem á rætur sínar í Evrópusambandinu. Þetta kallar á djúpa þekkingu og skilning á síbreytilegum lögum og reglum. LEX lögmannsstofa nýtir fjölbreyttan hóp sérfræðinga til að aðstoða viðskiptavini sína við að takast á við þessar áskoranir. Með sérfræðiþekkingu okkar hjálpum við fyrirtækjum að leiða sig í gegnum flókið lagaumhverfi og finna hagnýtar lausnir sem uppfylla allar kröfur.
Á meðal viðskiptavina lögmannstofunnar á undanförnum árum eru flest af helstu fjármálafyrirækjum landsins, leiðandi erlend fjármálafyrirtæki, vátryggingafélög auk fjölda fyrirtækja sem nýta sér þjónustu banka og fjármálamarkaða.