Beint í efni
Starfssvið

Upplýsingatækni og netöryggi

Upplýsingatækni og netöryggi

Í síbreytilegu stafrænu umhverfi vinna netöryggi og upplýsingatækniréttur saman að verndun gagna og reglufylgni auk þess sem ábyrg framkvæmd dregur úr áhættu í rekstri.

Innviðir

Sérhæfð þekking og reynsla.

LEX lögmannsstofa veitir alhliða lögfræðiráðgjöf í síbreytilegu umhverfi netöryggis og upplýsingatækniréttar. Lögmenn okkar hafa djúpan skilning á því flókna regluverki sem fyrirtæki þurfa að uppfylla, þar á meðal persónuvernd, reglufylgni og áhættustýringu í rekstri.

Með því að fylgjast stöðugt með nýjum ógnum og breytingum á löggjöf og rekstrarumhverfi aðila veitum við skýra sýn og leiðsögn til að vernda hagsmuni og orðspor viðskiptavina okkar. Lögmenn LEX aðstoða reglulega við fjölbreytt viðfangsefni, allt frá viðbragðsáætlunum vegna öryggisbrests að gerð ítarlegra tæknisamninga. Lögmenn LEX starfa reglulega í samstarfi við helstu upplýsingaöryggisfyrirtæki landsins.

Að auki styður LEXX fyrirtæki við innleiðingu innri reglna og verklags, þar sem markmiðið er að tryggja fulla samræmingu við persónuverndarlög og aðra staðla í atvinnulífinu. Hvort sem um ræðir framkvæmd GDPR-skyldna, túlkun tæknilegra stefna eða úrlausn ágreinings vegna gagnaleka, bjóðum við upp á markvissar og sérsniðnar lausnir.

Við tökum einnig að okkur réttargæslu gagnvart eftirlitsaðilum og öðrum stjórnvöldum og komum fram fyrir dómstólum ef upp koma deilumál. Með því að samnýta tæknilega innsýn og yfirgripsmikla lagakunnáttu tryggir LEX lögmannsstofa að viðskiptavinir haldi forskoti í krefjandi umhverfi.