Skatta- og tollamál

LEX lögmannsstofa hefur um árabil veitt viðskiptavinum sínum alhliða ráðgjöf á sviði skatta- og tollamála, auk þess að annast rekstur mála fyrir skattyfirvöldum og dómsmál á þessu sviði.

Sérhæfð þekking og reynsla
Á LEX lögmannsstofu starfa lögmenn með mikla þekkingu á skattarétti og tollamálum og hafa þeir yfirgripsmikla reynslu af ráðgjöf og málarekstri á þeim sviðum. Starfsemi LEX og reynsla á sviði skattaréttar og tollamálum er afar fjölbreytt og í beinum tengslum við mismunandi þarfir viðskiptavina stofunnar. Þannig felast mörg verkefni í ráðgjöf til viðskiptavina í tengslum við starfsemi þeirra, viðskipti eða fyrirhuguð viðskipti og eftir atvikum aðstoð við öflun bindandi álits frá ríkisskattstjóra.
Sérfræðingar stofunnar á þessu sviði hafa einnig mikla reynslu af rekstri skatta- og tollamála á stjórnsýslustigum, meðal annars aðstoð við að svara fyrirspurnum skattyfirvalda, koma á framfæri andmælum skattaðila í málum sem varða álagningu skatta, verjendastörf í skattrannsóknarmálum, málarekstur fyrir Yfirskattanefnd, sem og dómstólum, o.fl.
Skattaréttur er víðtækt réttarsvið sem snertir flest önnur réttarsvið á einn eða annan hátt. Þannig tvinnast skattaleg álitaefni gjarnan saman við önnur lögfræðileg verkefni. Það er mjög algengt að álitamál og spurningar tengdar skattarétti komi upp í ólíkum málum og hafa aðrir lögmenn LEX þá greiðan aðgang að sérfræðingum á sviði skattaréttar sem veita ráðgjöf um slík atriði.
Helstu verkefni LEX á sviði skattaréttar felast meðal annars í almennri ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja ásamt gerð álitsgerða um skattaleg málefni. Einnig veitum við erlendum aðilum ráðgjöf um starfsemi hér á landi, til dæmis varðandi skattskyldu á Íslandi, virðisaukaskatt, staðgreiðsluskyldu, afdráttarskatta og tvísköttunarsamninga.
Jafnframt annast LEX ráðgjöf vegna annarra verkefna sem viðskiptavinir stofunnar vinna að, svo sem við fjármögnun fyrirtækja og verkefna, samruna og yfirtökur, fjárhagslega endurskipulagningu, skiptingu og slit félaga, breytingu á félagaformi og uppbyggingu félagasamstæðna. Við gætum hagsmuna einstaklinga og fyrirtækja gagnvart íslenskum skattyfirvöldum, tökum að okkur rekstur dómsmála í skattamálum gegn íslenska ríkinu og sinnum verjendastörfum í málum sem sæta rannsókn skattrannsóknarstjóra eða opinberri rannsókn.