Lyfjaréttur og lyfjavísindi

Fjölbreytt og sérhæfð þjónusta í lyfjarétti og lífvísindum – LEX leiðbeinir lyfjafyrirtækjum um stjórnsýslu, markaðsleyfi, verð, greiðsluþátttöku, hugverkaréttindi og SPC.

Sérhæfð þekking og reynsla
LEX veitir þjónustu til lyfjafyrirtækja á sviði lyfjaréttar og lífvísinda. Þar er bæði um að ræða málefni stjórnsýslulegs eðlis, svo sem tengd umsóknum um markaðsleyfi, verðákvörðunum og greiðsluþátttöku, og verkefni á sviði hugverkaréttinda, einkum tengd markaðs- og gagnavernd, einkaleyfum og viðbótarvottorðum (SPC).
LEX hefur á að skipa sérfræðingum í stjórnsýslurétti, hugverkarétti og málflutningi sem samhæfa krafta sína við að veita þjónustu á þessu vaxandi og áhugaverða sviði.
Viðskiptavinir LEX í þessum málaflokki eru einkum framleiðendur frumlyfja.