Beint í efni
Atvinnuvegir

Heilbrigðisþjónusta og tækni

Pharma

Mikil breyting hefur orðið á sviði heilbrigðisþjónustu og heilbrigðistækni á undanförnum árum. Í auknum mæli hafa einkaaðilar haslað sér völl á þessu sviði og í mörgum tilfellum hafa þeir notið aðstoðar LEX lögmannstofu.

Líftækni

Sérhæfð þekking og reynsla

Við vinnu LEX á þessu sviði hefur einkum reynt á sérfræðinga félagsins á sviði stjórnsýsluréttar og tækniréttar. Fyrirtækið hefur mikla reynslu af aðstoð við aðila í tæknigeiranum, þar sem reglusetning og stjórnsýsla hafa sífellt meiri áhrif á rekstur og starfsemi.

Af eðlilegum ástæðum eru gerðar afar strangar kröfur til tækniumgjarðar þeirrar þjónustu sem um ræðir, bæði hvað varðar lögfræðilegar skuldbindingar og tæknilegar lausnir. LEX býr að því að hafa yfir að ráða sérfræðingum með afburðaþekkingu á sviði tækniréttar, gagnaverndar, fjarskipta- og upplýsingatækniréttar, auk þess að hafa djúpan skilning á því regluverki sem gildir á þessu sviði, bæði hérlendis og á alþjóðavísu.

Viðskiptavinir LEX njóta sérsniðinnar ráðgjafar við öll samskipti við stjórnvöld, eftirlitsaðila og áfrýjunarnefndir, þar sem reynt getur á flóknar lagalegar álitanir í tengslum við stjórnsýslurétt og ákvörðunartökuferli opinberra aðila. Lögfræðingar LEX hafa víðtæka reynslu af málsmeðferð í þessum málaflokkum og geta veitt yfirgripsmikla ráðgjöf til fyrirtækja sem þurfa að tryggja réttaröryggi í starfsemi sinni innan síbreytilegs regluverks.

Sérfræðingar okkar fyrir
heilbrigðisþjónusta og tækni