Um okkur
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á.

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á.

Skilvirkni og gæði
Hjá LEX starfa reyndir sérfræðingar á flestum sviðum.
LEX er ein stærsta og elsta lögmannsstofa á Íslandi. Þarfir viðskiptavina eru í fyrirrúmi á LEX þar sem áhersla er lögð á skilvirkni og gæði. Í gegnum áratuga reynslu hafa lögfræðingar LEX komið sér upp afburða þekkingu á flestum meginsviðum íslenskrar lögfræði sem endurspeglast í þeim fjölda fagsviða sem lögmenn LEX starfa á.
Málflutningur fyrir dómstólum landsins hefur ávallt skipað veigamikinn sess í starfsemi LEX enda hefur lögmönnum LEX verið falið að flytja mörg af vandasömustu dómsmálum landsins undanfarna áratugi. Erlend matsfyrirtæki hafa ítrekað valið LEX sem eina af leiðandi lögmannsstofum landsins.

Saga stofunnar
LEX í núverandi mynd á sér traustar rætur. Árið 1959 hóf Sveinn Snorrason hrl. rekstur lögmannsstofu og í framhaldinu komu til samstarfs við hann þeir Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., Jónas A. Aðalsteinsson hrl. og Jóhannes L.L. Helgason hrl. Sú stofa stækkaði og dafnaði og var rekin undir heitinu LEX frá árinu 1987. Árið 2000 sameinaðist LEX lögmönnum KPMG en stofan starfaði áfram undir merkjum LEX.
Þann 1. janúar 2005 sameinuðust svo lögmannsstofurnar LEX og Nestor, sem þá var leidd af Karli Axelssyni hrl. og dósent, síðar hæstaréttardómara. Á þessum trausta grunni er nú orðin til ein stærsta lögmannsstofa landsins þar sem starfa um 40 lögmenn. LEX er til húsa í glæsilegu húsnæði að Borgartúni 26 í Reykjavík.
Stjórn og skipulag
LEX lögmannsstofa er í eigu 18 eigenda. Stjórn félagsins skipa lögmennirnir Stefán Orri Ólafsson – stjórnarformaður, Lára Herborg Ólafsdóttir, LL.M og Guðmundur Ingvi Sigurðsson LL.M. Framkvæmdastjóri félagsins er Örn Gunnarsson, MBA.
LEX er aðili að Energy Law Group og hjá okkur starfar teymi sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í auðlinda- og orkurétti.

Energy Law Group
Meðlimir ELG koma frá flestum löndum í Evrópu auk nokkurra landa í Miðaausturlöndum og Norður-Afríku og er um að ræða stærstu samtök sérfræðinga í Evrópu á sviði orku- og auðlindaréttar. Með þessu tryggir LEX sér aðgang að þekkingu og reynslu fjölmargra sérfræðinga víðs vegar um heiminn og þannig viðskiptavinum sínum betri þjónustu.
Skipulag samtakanna er með þeim hætti að þau bjóða sérhverjum viðskiptamanni lögmannsstofu innan samtakanna þjónustu í Evrópu og jafnvel víðar á sviði orku- og auðlindaréttar.

World Services Group (WSG)
LEX lögmannstofa er aðili að World Services Group (WSG) sem að eru samtök leiðandi sérfræðifyrirtækja sem þjónusta viðskiptalífið. Aðild LEX að WSG tryggir viðskiptavinum LEX aðgang að sérfræðiþekkingu um nánast allan heim, en aðilar frá um 115 löndum eru innan samtaka WSG, þar á meðal frá öllum fylkjum Bandaríkjanna.