Beint í efni
Atvinnuvegir

Sjávarútvegur og fiskeldi

Fiskeldi

Sjávarútvegur hefur frá upphafi verið burðarás íslensks atvinnulífs. Undanfarin ár hefur fiskeldi, bæði á landi og í sjó, vaxið hratt og stefnir í að verða ein af meginstoðum hagkerfisins. Á báðum þessum sviðum hafa sérfræðingar LEX um árabil veitt ráðgjöf til margra af stærstu fyrirtækjum landsins, með djúpri þekkingu og reynslu sem stuðlar að farsælum árangri.

Landscape

Sérhæfð þekking og reynsla

Regluvæðing í sjávarútvegi og fiskeldi hefur, eins og á mörgum öðrum sviðum íslensks atvinnulífs, tekið stakkaskiptum á undanförnum árum og gerir meiri kröfur til þeirrar ráðgjafar sem fyrirtæki á þessu sviði þurfa. Umhverfismál spila þar stórt hlutverk, sérstaklega í tengslum við leyfisveitingar í fiskeldi og kærumál tengd þeim. Sjávarútvegur og fiskeldi eru greinar sem byggja á miklum fjárfestingum í atvinnutækjum, og því hefur stór hluti ráðgjafar LEX snúist um aðstoð við fjármögnun slíkra félaga, skráningu á markað og almenna félagaréttarráðgjöf. Einnig gildir í sjávarútvegi nokkuð sérhæfð vinnuréttarlöggjöf, þar sem sérfræðingar LEX hafa komið að fjölda mála.

Á meðal viðskiptavina LEX á þessu sviði eru mörg af stærstu sjávarútvegsfélögum landsins, stór fiskeldisfélög bæði á sjó og á landi, auk sölufélaga og fjölmargra annarra aðila sem hafa sterk tengsl við sjávarútveg.

Sérfræðingar okkar fyrir
sjávarútvegur og fiskeldi