Fjarskiptaréttur

Fjarskipti eru undirstaða nútíma samfélags, tryggja hraða upplýsingamiðlun, auka alþjóðlega samkeppnishæfni, stuðla að nýsköpun og tengja fólk og fyrirtæki heimsins.

Sérhæfð þjónusta og reynsla
Fjarskiptaréttur er víðfeðmt réttarsvið þar sem strangt regluverk gildir, einkum byggt á löggjöf Evrópusambandsins. Með sífelldum tækniframförum og örum breytingum á lagaumgjörðinni þurfa sérfræðingar LEX að vera stöðugt á tánum, til að veita leiðandi ráðgjöf og tryggja að viðskiptavinir njóti bestu mögulegu þjónustu.
Sérfræðingar LEX á þessu sviði sinna hagsmunagæslu fyrir bæði innlenda og erlenda viðskiptvini gagnvart eftirlitsstofnunum og dómstólum.
Á undanförnum árum hafa sérfræðingar LEX sinn mikilvægri aðstoð við sérfræðinga stofunnar þegar þeim var falið af erlendum viðskiptavinum í tveimur aðskildum viðskiptum að veita ráðgjöf við kaup á öllum megin innviðum íslenskra fjarskipta.
Með þessu móti geta viðskiptavinir LEX lögmannstofu reitt sig á alhliða lögfræðiráðgjöf, frá hugmynd að framkvæmd, í einu allra mikilvægasta sviði nútímasamfélags.