Beint í efni
Starfssvið

Eignaréttur

Eignaréttur

Áratuga reynsla í ráðgjöf og málflutningi vegna ágreiningsmála á sviði eignaréttur, setur LEX á stall sem afburða lögmannstofa á þessu sviði.

Sveitarfélög

Sérhæfð þekking og reynsla

Á LEX starfa margir af fremstu sérfræðingum landsins á sviði eignaréttar. LEX hefur veitt einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum yfirgripsmikla ráðgjöf á þessu sviði, auk þess að hafa rekið fjölmörg dómsmál sem falla undir eignarétt. Lögmenn LEX hafa víðtæka reynslu af rekstri mála sem varða deilur um landamerki, hagnýtingu náttúruauðlinda, nábýlisrétt og skipulagsmál, auk ágreinings sem snýr að verktaka- og útboðsrétti, fasteignakauparétti, hugverka- og auðkennarétti. Þá hafa sérfræðingar LEX einnig unnið að fræðaskrifum á þessu sviði og komið að útgáfu kennslu- og fræðirita um eignarétt.

Sérfræðingar LEX hafa jafnframt komið að fjölmörgum málum sem falla undir gildissvið laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, bæði fyrir Óbyggðanefnd og dómstólum.

Lögmenn LEX veita einstaklingum og fyrirtækjum sérhæfða ráðgjöf um túlkun og beitingu forkaupsréttar, auk þess að aðstoða við bygginga- og skipulagsmál fyrir bæði einkaaðila og opinbera aðila. Þá hafa þeir reynslu af ráðgjöf til erlendra aðila vegna umsvifa þeirra hér á landi, sem og aðstoð við húsfélög og aðra aðila varðandi lög um fjöleignarhús, nr. 26/1994. Lögmenn LEX annast einnig rekstur ágreiningsmála sem snúa að landamerkjum, hagnýtingu hvers kyns óbeinna eignarréttinda og nábýlisrétti, auk þess að sinna hagsmunagæslu í tengslum við störf Óbyggðanefndar.

Sérfræðingar okkar fyrir
eignaréttur