Beint í efni

Birgir Már Björnsson

Lögmaður • Eigandi

Birgir Már Björnsson er hæstaréttarlögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti. Birgir lauk BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2009. Frá þeim tíma starfaði hann sem lögmaður hjá Acta lögmannsstofu og síðar Megin lögmannsstofu fram til ársins 2011 er hann hóf störf á LEX þar sem hann hefur starfað óslitið síðan.

Birgir hefur í störfum sínum hjá LEX lagt megináherslu á gjaldþrota- og skiptarétt, félagarétt, eignarrétt, hjúskaparrétt, erfðarétt og höfundarétt auk margvíslegrar ráðgjafar til fyrirtækja og einstaklinga. Birgir hefur mikla reynslu af því að aðstoða erlenda viðskiptavini við fasteignaviðskipti á Íslandi, þar á meðal eignakaup, áreiðanleikakannanir og leiðsögn um lagalegar kröfur í tengslum við fjárfestingar hér á landi.

Birgir er reyndur málflytjandi með mikla reynslu af rekstri dómsmála og gerðardómsmeðferð. Meðal þeirra mála sem sem Birgir hefur flutt fyrir Landsrétti og Hæstarétti eru fordæmisgefandi mál á sviði félagaréttar og skattaréttar þar sem fallið hafa stefnumarkandi dómar. Þá hefur hann sinnt kennslustörfum við lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík bæði sem kennari og síðar sem aðjúnkt. Birgir skrifar reglulega greinar um ýmis lagaleg efni þar sem hann deilir sérfræðiþekkingu sinni og innsýn með lögfræðisamfélaginu og almenningi.