Beint í efni

Garðar Víðir Gunnarsson

Lögmaður, LL.M. • Eigandi

Garðar Víðir Gunnarsson gekk til liðs við LEX árið 2009 og hefur verið á meðal eigenda síðan 2013. Hann er helsti sérfræðingur LEX á sviði skattaréttar og hefur veitt fjölmörgum fyrirtækjum, bæði innlendum og erlendum, ráðgjöf á sviði skattamála.

Sérsvið Garðars Víðis eru skatta- og félagaréttur, kaup og sala fyrirtækja og erlendar fjárfestingar. Þá er Garðar Víðir einn fremsti sérfræðingur landsins á sviði gerðardómsréttar.

Garðar Víðir lauk grunn- og meistaranámi í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík auk þess sem hann lauk meistaragráðu (LL.M.) frá Stokkhólmsháskóla í alþjóðlegum gerðardómsrétti árið 2008. Frá árinu 2008 hefur Garðar Víðir sinnt stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík á sviði alþjóðlegra lausafjárkaupa, gerðardómsréttar og málflutningi fyrir alþjóðlegum gerðardómum. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu í félagarétti við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Auk þessa hefur Garðar Víðir sinnt rannsóknum á sviði gerðardómsréttar og hefur skrifað greinar og kafla í bækur sem hafa verið gefnar út erlendis um stöðu og framkvæmd gerðardómsréttar á Íslandi.