Finnur Magnússon
Finnur er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hann er með LL.M. gráðu í þjóðarétti frá Vínarháskóla frá 2008, en hann lauk doktorsprófi í alþjóðlegum fjárfestingarétti frá sama skóla árið 2013.
Finnur hefur verið einn af leiðandi lögmönnum á Íslandi á sviði alþjóðlegs viðskiptaréttar (International Economic Law) og alþjóðlegs fjárfestingaréttar (International Investment Law). Önnur sérsvið hans eru samninga- og kröfuréttur, stjórnsýsluréttur, verktakaréttur, orkulöggjöf, ESB/EES-réttur, svo og málflutningur fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti og Hæstarétti, auk EFTA dómstólsins.
Finnur hefur um árabil sinnt kennslu í alþjóðlegum viðskiptarétti og alþjóðlegum fjárfestingarétti m.a. hjá lagadeild Háskóla Íslands og í Háskólanum í Reykjavík. Samhliða kennslu hefur Finnur tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum m.a. á vegum Oxford University Press, auk þess sem hann hefur verið gestafræðimaður við háskólann í Cambridge og K.U. Leuven.
Finnur er varaformaður gjafsóknarnefndar og varaformaður stjórnar Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Hann hefur verið nefndarmaður á vegum Háskólans í Reykjavík við mat á framgangi fræðimanna lagadeildar háskólans. Hann hefur verið tilnefndur af hálfu utanríkisráðherra til setu á lista yfir gerðardómara hjá ICSID stofnuninni í Washington.
- Hæstiréttur
- Landsréttur
- Héraðsdómstólar
- LEX2026-
- Juris2012-2025
- Juris, sérverkefni2008-2010
- Legalis lögmannsstofa2001-2007
- Hæstaréttarlögmaður 2016-
- Universität Wien, dr. juris2013
- Cambridge University, gestafræðimaður 2011
- Katholieke Universiteit Leuven, gestafræðimaður2011
- Universität Wien, LL.M. í þjóðarétti 2008
- Héraðsdómslögmaður 2002
- Háskóli Íslands, cand. jur.2000
- Lagadeild Háskóla Íslands, kennsla í alþjóðlegum viðskiptarétti2013-
- Lagadeild Háskólans í Reykjavík í alþjóðlegum fjárfestingarétti2013-
- Opening Pandora's box: The Refusal of a President to Sign a Bill from Parliament, Zeitschrift fur öffentliches Recht 2010, Vol. 65, Issue 2.
- The Right to Education Revisited: A State's Right to Limit the Number of Foreign Students that Enter its Education System, European Law Reporter 2011.
- Targeted Sanctions and Accountability of the United Nations Security Council, Austrian Review for International and European Law, Brill 2011.
- Tvíhliða fjárfestingasamningar og landsréttur, Úlfljótur 4. tbl. 2012.
- Investment Protection and Revolutionary Movements, Scandinavian Studies in Law (Arbitration), Vol. 63, 2017.
- Ytra fullveldi frá sjónarhóli þjóðaréttar, Frjálst og fullvalda ríki, Sögufélagið og Alþingi, 2018 (meðhöfundur með Dr. Bjarna Má Magnússyni, prófessor).
- Sanctions against Individuals and Investment Law, Austrian Review of International and European Law, Brill 2022.
- Orkusáttmálinn og breytt hagsmunamat ríkja. Tímarit Lögréttu, Selecta, grein hlaut samþykki ritnefndar fyrir birtingu. Rafræn birting 10. janúar 2025.
- Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands, varaformaður2025-
- Gjafsóknarnefnd, varaformaður2020-
- Námssjóður Lögmannafélags Íslands, stjórn2015-2024
- Kjörstjórn Garðabæjar2014-
- Á lista gerðardómara hjá ICSID stofnuninni í Washington, tilefndur af utanríkisráðherra 2015-
- Þátttakandi í rannsóknarverkefni Oxford University Press; þjóðaréttur fyrir íslenskum dómstólum2009-
