Beint í efni

Guðrún Lilja Sigurðardóttir

Lögmaður • Eigandi

Guðrún Lilja Sigurðardóttir er lögmaður með málflutningsleyfi fyrir Landsrétti. Hún starfar hjá LEX og sérhæfir sig í samkeppnisrétti, skattarétti og félagarétti, auk sjó- og flutningaréttar, samningaréttar, málflutnings og gjaldþrotaréttar, einkum riftunar- og endurheimtarmálum. Hún hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu hjá Legal 500 sem „Next Generation Partner“, sem undirstrikar framúrskarandi hæfni hennar og árangur á skömmum tíma sem eigandi hjá LEX.

Guðrún Lilja hefur mikla reynslu af ráðgjöf til stórra og smárra fyrirtækja, og hefur veitt innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum ráðgjöf á flestum réttarsviðum sem tengjast fyrirtækjarekstri, svo sem á sviði félagaréttar, skattaréttar, samkeppnisréttar, samningaréttar, vinnuréttar og í tengslum við ýmsa löggjöf er varðar leyfismál og neytendavernd. Guðrún Lilja hefur veitt ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar í tengslum við stór viðskipti og fjárfestingar hér á landi og annast gerð samrunatilkynninga og samskipti við samkeppnisyfirvöld í mörgum af stærri samrunamálum sem tekin hafa verið til meðferðar hér á landi að undanförnu. Auk þess sinnir Guðrún Lilja málflutningi fyrir héraðsdómstólum og Landsrétti og hefur meðal annars flutt stefnumarkandi mál á sviðum skatta- og félagaréttar.

    • Héraðsdómstólar
    • Landsréttur
    • LEX2012-
    • Landsréttarlögmaður2024
    • Héraðsdómslögmaður2015
    • Háskólinn í Reykjavík, meistarapróf í lögfræði 2014
    • Háskólinn í Reykjavík, B.A. próf í lögfræði2012
    • Verzlunarskóli Íslands 2009
    • Lögrétta, stjórn2011-2012
    • Lögfræðiþjónustu Lögréttu, stjórn2012-2013