Beint í efni

Málflytjendum LEX hlotnast fleiri vegsaukar

14. febrúar 2025

Í nýútkomnu mati Chambers Global er Arnar Þór Stefánsson metin í hæsta matsflokki máltflytjanda á Íslandi og staðfestir það stöðu hans og LEX í heimi málflytjenda á Íslandi. Arnar Þór hefur um árabil varið talinn einn af leiðandi lögmönnum á Íslandi og í gegnum tíðina verið falin mjög vandasöm verkefni fyrir íslenskum dómstólum. Viðskiptavinir Arnars Þórs hafa undanfarin ár verið mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og efnameiri einstaklingar. Kristín Edwald er annar málflytjandi á LEX sem fær góða umfjöllun hjá Chambers sem ekki kemur á óvart, sér í lagi kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Lífeyrissjóðs verslunarmanna, þar sem kveðin var upp tímamóta dómur í þágu umbjóðanda LEX.

Í öðrum fréttum má nefna að þann 9. febrúar s.l. kvað Félagsdómur upp dóm í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga gegnu Kennarasambandi Íslands, þar sem Óskar Sigurðsson, gætti hagsmuna  Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt þeim Hjalta Geir Erlendssyni, Sigurður Ágústssyni og Heiði Heimisdóttur. Eins og kunnugt er þá féllst Félagsdómur í öllum aðalatriðum á sjónarmið umbjóðenda LEX í þessum mikilvæga máli og voru verkföll Kennarasambandsins  að einu frátöldu, dæmt ólögmæt.

Þá hefur febrúarmánuður hefur verið góður umbjóðendum Guðjóns Ármannssonar málflytjanda á LEX. Þann 5. Febrúar s.l. kvað Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála upp úrskurði í máli Náttúrugriða gegn Landsvirkjun, en Guðjón gætir hagsmuna Landsvirkjunar. Í úrskurðinum var kröfum Náttúrugriða hafnað um að virkjunarleyfi vegna Búrfellslundar yrði fellt úr gildi. Þann 6. febrúar s.l. kvað Landsréttur svo upp dóm í máli Magnúsar Péturs Hjaltested gegn Kópavogsbæ, öðrum umbjóðanda Guðjóns Ármannssonar. Í öllum aðalatriðum var fallist á kröfum umbjóðanda LEX í málinu, og er það von okkar að með þessum dómi sé langvarandi þrætum um Vatnsenda lokið.