Beint í efni

Konur LEX í FKA blaðinu

29. janúar 2026

FKA blaðið kom út í dag og þar má finna áhugaverða og skemmtilega umfjöllun um störf kvenna í hinum ýmsu starfsgreinum. Konur í hluthafahópi LEX, þær Guðrún Lilja Sigurðardóttir, Eva Margrét Ævarsdóttir, Fanney Frímannsdóttir, Lára Herborg Ólafsdottir og Lilja Jónasdóttir, eru á meðal viðmælenda í blaðinu og gefa innsýn í starfsemi stofunnar. LEX er stolt af því að hafa jafnrétti kynjanna í fyrirrúmi og skapa starfsumhverfi sem gefur öllum tækifæri til vaxtar.