Beint í efni

LEX ráðleggur VEX við fjárfestingu í Kóða

11. desember 2025

LEX veitti framtakssjóði í rekstri VEX lögfræðilega ráðgjöf við fjárfestingu sjóðsins í hugbúnaðarfyrirtækinu Kóða.

Eftir viðskiptin verður VEX stærsti einstaki hluthafi Kóða en seljendur í viðskiptunum, stofnendur félagsins, munu áfram eiga hlut í Kóða og koma að rekstri félagsins.

Kóði var stofnað árið 2009 en um þrjátíu manns starfa hjá félaginu. Félagið býður upp á fjölbreyttar fjártæknilausnir ásamt því að safna, greina og dreifa markaðsgögnum. Kóði á og rekur meðal annars verðbréfaviðskiptakerfið KODIAK OMS, KODIAK Excel, útboðskerfið IPO, Hluthafaskrá og Kelduna sem er heimsótt af 120 þúsund notendum mánaðarlega. Vörur félagsins eru yfir tuttugu talsins og meira en 600 fyrirtæki nýta vörur og þjónustu Kóða. Áætluð velta félagsins á yfirstandandi ári er um einn milljarður króna og um 85% tekna eru áskriftartekjur.

VEX sérhæfir sig í fjárfestingum í óskráðum félögum og rekur tvo framtakssjóði. Fjárfestingar VEX eru hugsaðar til langs tíma og vinnur félagið náið með stjórnendum í uppbyggingu félaga. Aðrar fjárfestingar VEX eru í AGR, Annata, Icelandic Provision, Kaptio, OK, Varist og Öryggismiðstöðinni.

Teymi LEX í viðskiptunum var leitt af Stefáni Orra Ólafssyni og Kristni Inga Jónssyni.