Foss

Vinnuréttar- og starfsmannamál

LEX hefur á að skipa reyndum sérfræðingum á sviði vinnuréttar og opinbers starfsmannaréttar og getur veitt alhliða ráðgjöf á þessum viðkvæmu réttarsviðum með skömmum fyrirvara, enda þarf einatt að bregðast skjótt við þegar upp koma álitamál sem eiga hér undir.

Vinnuréttar- og starfsmannamál

LEX hefur á að skipa reyndum sérfræðingum á sviði vinnuréttar og opinbers starfsmannaréttar og getur veitt alhliða ráðgjöf á þessum viðkvæmu réttarsviðum með skömmum fyrirvara, enda þarf einatt að bregðast skjótt við þegar upp koma álitamál sem eiga hér undir. Lögmenn LEX hafa veitt fyrirtækjum og opinberum aðilum ráðgjöf á þessum réttarsviðum, sem og rekið ágreiningsmál fyrir dómstólum, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Þá hafa lögmenn LEX komið að því að sætta mál sem hér undir heyra.

Með sérþekkingu á þessu sviði.

Starfssvið

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.