Skaðabætur og vátryggingar
Sérfræðingar LEX á sviði skaðabótaréttar og vátryggingaréttar búa yfir áratuga langri reynslu af ráðgjöf á þeim sviðum. Í því felst bæði ráðgjöf til þeirra sem verða fyrir tjóni sem og þeirra sem skaðabótakröfum er beint að.
Skaðabætur og vátryggingar
Sérfræðingar LEX á sviði skaðabótaréttar og vátryggingaréttar búa yfir áratuga langri reynslu af ráðgjöf á þeim sviðum. Í því felst bæði ráðgjöf til þeirra sem verða fyrir tjóni sem og þeirra sem skaðabótakröfum er beint að. Hvað tjónþola varðar nær ráðgjöfin til að mynda til innheimtu slysabóta vegna líkamstjóns, eignatjóns og óefnislegra tjóna svo sem vegna miska og ærumeiðinga. Á sama hátt gætir LEX hagsmuna þeirra sem slíkar kröfur beinast að.
Sérfræðingar LEX hafa jafnframt um árabil tekið til varna og flutt mál fyrir dómstólum fyrir hönd vátryggingafélaga vegna krafna sem gerðar eru á hendur þeim fyrir dómstólum. Á meðal helstu viðskiptavina LEX á því sviði eru Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Þá veita sérfræðingar LEX innlendum og erlendum aðilum alhliða ráðgjöf á sviði vátryggingaréttar.
Með sérþekkingu á þessu sviði.
-
Guðjón Ármannsson
Lögmaður - Eigandi
-
Kristín Edwald
Lögmaður - Eigandi
-
Lilja Jónasdóttir
Lögmaður - Eigandi
-
Óskar Sigurðsson
Lögmaður - Eigandi
Starfssvið
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Starfssvið
- Málflutningur og gerðarmeðferð
- Persónuvernd og upplýsingatækni
- Samkeppnisréttur
- Sjálfbærni / ESG (Environment, Social, Governance)
- Skaðabætur og vátryggingar
- Skattamál
- Stjórnskipunarréttur og mannréttindi
- Stjórnsýsla, opinberir aðilar og skipulagsmál
- Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup
- Vinnuréttar- og starfsmannamál
- Yfirtökur og samrunar (M&A)