
Persónuvernd og upplýsingatækni
LEX hefur verið í fararbroddi varðandi innleiðingu almennu persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi og hefur í því sambandi veitt ráðgjöf til margra af stærstu fyrirtækjum landsins auk sveitarfélaga og opinberra stofnana
Persónuvernd og upplýsingatækni
LEX hefur um langt skeið veitt fyrirtækjum, opinberum stofnunum og einstaklingum víðtæka þjónustu á sviði upplýsingatækniréttar. Lögmenn LEX hafa langa reynslu af ráðgjöf við hugbúnaðarhús, fjarskiptafyrirtæki og aðra sem selja afnot af hugbúnaðarlausnum og veita margs konar þjónustu á sviði upplýsingatækni. LEX hefur einnig verið í fararbroddi varðandi innleiðingu almennu persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) hér á landi og hefur í því sambandi veitt ráðgjöf til margra af stærstu fyrirtækjum landsins auk sveitarfélaga og opinberra stofnana.
Helstu verkefni
- Ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana hér á landi og erlendis á flestum sviðum atvinnulífsins varðandi vinnslu persónuupplýsinga
- Úttektir á framfylgni fyrirtækja, stofnana og annarra við almennu persónuverndarreglugerðina (GDPR) og væntanlega íslenska löggjöf er innleiðir hana
- Ráðgjöf vegna erinda frá Persónuvernd, m.a. vegna frumkvæðisathugana
- Þjónusta persónuverndarfulltrúa í fyrirtækjum og stofnunum
- Gerð leyfis- og dreifingarsamninga um hugbúnað
- Þjónustusamningar um hugbúnað
- Aðstoð vegna brota gegn friðhelgi einkalífs með birtingu upplýsinga á netinu
- Ráðgjöf vegna löggjafar um rafrænar undirskriftir
Með sérþekkingu á þessu sviði.
-
Erla S. Árnadóttir
Lögmaður - Eigandi
-
Lára Herborg Ólafsdóttir
Lögmaður, LL.M. - Eigandi
-
Valtýr Sigurðsson
Lögmaður - Ráðgjafi
Starfssvið
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Starfssvið
