Auðlindir, orka og umhverfi

LEX hefur á að skipa einu reyndasta teymi landsins á sviði auðlindaréttar, orkuréttar og umhverfisréttar. Réttarsvið þetta hefur á síðast liðnum árum skipað sífellt stærri og mikilvægari sess.

Auðlindir, orka og umhverfi

LEX hefur á að skipa einu reyndasta teymi landsins á sviði auðlindaréttar, orkuréttar og umhverfisréttar. Réttarsvið þetta hefur á síðast liðnum árum skipað sífellt stærri og mikilvægari sess á tímum þar sem sjálfbær nýting landsins og auðlinda þess er orðið grundvallarstef í kröfum samtímans.

LEX veitir alhliða ráðgjöf á þessu sviði, t.d. í tengslum við þær áskoranir sem náttúran, landeigendur, opinberir aðilar og eftir atvikum aðrir þurfa að fást við í tengslum við stóraukinn fjölda ferðamanna sem hingað kemur. Þátttaka Íslands í hinum sameiginlega markaði Evrópska efnahagssvæðisins hefur einnig sett varanlegan svip á setningu laga og framkvæmd þeirra á þessu réttarsviði. Þá fela loftslagsbreytingar í sér nýjar áskoranir og tækifæri. Má nefna að aukið fjármagn til verkefna sem fela í sér mótvægisaðgerðir í loftslagsmálum, aðlögun að loftslagsbreytingum og orkuskipti skapa ný tækifæri til fjármögnunar fyrir fyrirtæki í þessum geira, t.d. með útgáfu grænna skuldabréfa eða grænum lánveitingum.

Með sérhæfðu teymi sérfræðinga tryggir LEX viðskiptavinum sínum þjónustu á sviði auðlindaréttar, orkuréttar og umhverfisréttar í hæsta gæðaflokki. Lögmenn LEX hafa auk annars umfangsmikla reynslu af málflutningi á þessu réttarsviði.

Verkefni auðlinda, orku og umhverfisréttarsviðs LEX hafa m.a. lotið að:

 • Jarðhita-, vatns- og námuréttindum
 • Ráðgjöf til sveitarstjóra og landeigenda vegna nýtingar lands í þágu ferðaþjónustu
 • Leyfisveitingum vegna ýmis konar auðlindanýtingar og tengdrar starfsemi
 • Mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana
 • Raforkumálum og lagningu flutningskerfis raforku
 • Eignarnámsmálum
 • Úrgangsmálum

Dæmi um viðskiptavini:

 • Sveitarfélög
 • Orkufyrirtæki
 • Landeigendur
 • Ferðaþjónustuaðilar
 • Fjárfestar
 • Bankar og fjármálastofnanir

Með sérþekkingu á þessu sviði.

Starfssvið

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.