Foss

Evrópuréttur

Mikilvægi Evrópuréttar eykst með hverju árinu og í dag teygir hann sig inn á flest svið íslenskrar lögfræði. Evrópuréttur hefur einkar mikil áhrif á sviði samkeppnisréttar, vinnuréttar, orkuréttar, persónuverndar og neytendaréttar.

Evrópuréttur

Mikilvægi Evrópuréttar eykst með hverju árinu og í dag teygir hann sig inn á flest svið íslenskrar lögfræði. Evrópuréttur hefur einkar mikil áhrif á sviði samkeppnisréttar, vinnuréttar, orkuréttar, persónuverndar og neytendaréttar. Sérfræðingar LEX lögmannstofu búa yfir alþjóðlegri menntun og reynslu sem tryggir að viðskiptavinir LEX fái þjónustu og ráðgjöf sem stenst alþjóðlegan samanburð.
LEX lögmannsstofa er einnig aðili að alþjóðlegu lögmannasamtökunum World Services Group (WSG) og Energy Law Group (ELG) og getur með þeim hætti tryggt viðskiptavinum sínum þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda hverju sinni.

Helstu verkefni:

  • Ráðgjöf til innlendra og alþjóðlegra fyrirtækja.
  • Hagsmunagæsla fyrir eftirlitsstofnun EFTA.
  • Málarekstur fyrir EFTA- dómstólnum og Evrópudómstólnum.

Með sérþekkingu á þessu sviði.

Starfssvið

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.