Eignaréttur

Á LEX starfa margir af fremstu sérfræðingum landsins á sviði eignaréttar. LEX hefur veitt einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum ráðgjöf á sviðinu, ásamt því að hafa rekið fjölmörg dómsmál er undir það falla.

Eignaréttur

Á LEX starfa margir af fremstu sérfræðingum landsins á sviði eignaréttar. LEX hefur veitt einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum ráðgjöf á sviðinu, ásamt því að hafa rekið fjölmörg dómsmál er undir það falla. Lögmenn LEX hafa til að mynda víðtæka reynslu af rekstri mála er varða deilur um landamerki, hagnýtingu náttúruauðlinda, nábýlisrétt, skipulagsmál, auk mála á sviði verktaka- og útboðsréttar, fasteignakauparéttar sem og hugverka- og auðkennaréttar. Þá hafa lögmenn LEX sinnt fræðaskrifum um eignarétt og komið að útgáfu kennslu- og fræðirita á sviðinu.

Sérfræðingar LEX hafa aukinheldur komið að fjölmörgum málum er falla undir gildissvið laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, bæði fyrir Óbyggðanefnd sem og dómstólum.

Helstu verkefni

  • Ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja um túlkun og beitingu forkaupsréttar
  • Ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila vegna bygginga- og skipulagsmála
  • Ráðgjöf til erlendra aðila vegna umsvifa þeirra hér á landi
  • Ráðgjöf til húsfélaga og annarra aðila um lög um fjöleignarhús, nr. 26/1994.
  • Rekstur ágreiningsmála um landamerki
  • Rekstur ágreiningsmála um hagnýtingu hverskonar óbeinna eignarréttinda
  • Rekstur ágreiningsmála á sviði nábýlisréttar
  • Hagsmunagæsla í tengslum við störf Óbyggðanefndar

Með sérþekkingu á þessu sviði.

Fréttir