
Jónas A. Aðalsteinsson
Lögmaður - Eigandi
Jónas A. Aðalsteinsson var einn stofnenda LEX á árinu 1965. Jónas hefur einkum sinnt störfum sem ráðgjafi og lögmaður ýmissa fyrirtækja og stofnana og samtaka þeirra, þ. á m. á sviði vátryggingaréttar, auðlinda- og orkuréttar, eignarréttar og sjóréttar.
Starfssvið
Jónas A. Aðalsteinsson
Jónas A. Aðalsteinsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti Íslands. Jónas var einn stofnenda lögmannsstofunnar á árinu 1965 en stofan hefur verið rekin undir heitinu LEX frá árinu 1987. Jónas starfaði fyrir þann tíma skamma hríð sem fulltrúi hjá yfirborgardómaranum í Reykjavík og síðan sem lögfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Jónas hefur einkum sinnt störfum sem ráðgjafi og lögmaður ýmissa fyrirtækja og stofnana og samtaka þeirra, þ. á m. á sviði vátryggingaréttar, auðlinda- og orkuréttar, eignarréttar og sjóréttar.
Málflutningsréttindi
- Hæstiréttur
- Landsréttur
- Héraðsdómstólar
Starfsferill
- LEX 1965-
- Seðlabanki Íslands 1964-1965
Menntun
- Hæstaréttarlögmaður 1968
- Héraðsdómslögmaður 1963
- Háskóli Íslands 1962
Erlend tungumál
- Enska
- Danska
Kennsla
- Prófdómari við lagadeild Háskóla Íslands um nokkurra ára bil
Ritstörf
- Ritstjóri Úlfljóts 1957-1958
- Fyrirlestrar um ýmis lögfræðileg málefni á sviði félagaréttar og orkuréttar
Félags- og trúnaðarstörf
- Formaður stjórnar LEX til 2004
- Í stjórn Lögmannafélags Íslands 1967-1969 og 1979-1981, þar af varaformaður 1979-1981
- Í ýmsum nefndum Lögmannafélags Íslands um skeið, þ.á.m. í stjórn Námssjóðs 1984
- Varaformaður Kjaradeilunefndar 1977 og 1982
- Varamaður í stjórn gerðardóms Verslunarráðs Íslands um nokkurra ára bil frá stofnun hans 1980
- Varaformaður Kjaradóms 1988
- Forseti Rótaryklúbbsins Görðum 1978-1979
- Formaður fyrstu stjórnar Golfklúbbsins KEILIS í Hafnarfirði 1967-1968
- Kom að stofnun og stjórn Stöðvar 2 1986-1990
- Hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga, bæði hérlendis og erlendis