Stjórnskipunarréttur og mannréttindi

LEX hefur til langs tíma veitt einstaklingum og fyrirtækjum ráðgjöf um hvers konar álitaefni sem tengjast þeirri vernd sem ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu veita.

Stjórnskipunarréttur og mannréttindi

LEX hefur til langs tíma veitt einstaklingum og fyrirtækjum ráðgjöf um hvers konar álitaefni sem tengjast þeirri vernd sem ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu veita. Vernd mannréttinda hefur tekið umtalsverðum breytingum í tímans rás, einkum með hliðsjón af framsækinni dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, og hafa sérfræðingar LEX unnið markvisst að því að viðhalda sérþekkingu sinni á sviðinu.

Þau verkefni sem LEX hefur tekið að sér á þessu sviði varða meðal annars vernd eignarréttinda, atvinnufrelsi, rétt manna til að standa utan félaga og réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Þá hafa sérfræðingar stofunnar umfangsmikla reynslu af rekstri meiðyrðamála þar sem reynir á mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Jafnframt hafa lögmenn LEX rekið kærumál vegna brota gegn Mannréttindasáttmálanum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og veitt almenna rágjöf um rekstur slíkra mála.

Aukin athygli er nú á áhrif af starfsemi fyrirtækja á mannréttindi, ekki bara í starfseminni heima fyrir heldur líka í aðfangakeðju fyrirtækja. Evrópusambandið hefur nú kynnt drög að tilskipun sem kveður á um að fyrirtæki yfir ákveðinni stærð skuli framkvæma áreiðanleikakönnun á sjálfbærni í starfsemi sinni og nær hún til áhrifa fyrirtækja á bæði mannréttindi og umhverfi, þ.m.t. í virðiskeðju sinni. Tilskipunin gerir ráð fyrir að fyrirtæki setji upp ferla þar sem brugðist er við hugsanlegum brotum. Meðal verkefna sem LEX hefur aðstoðað viðskiptavini við er ráðgjöf við að setja upp slíka ferla.

Helstu verkefni

  • Alhliða ráðgjöf um réttindi og hugsanleg brot gegn viðeigandi ákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu
  • Álitsgerðir um réttarstöðu
  • Álitsgerðir um stjórnskipulegt gildi lagafrumvarpa og gildandi laga
  • Hagsmunagæsla gagnvart stjórnvöldum vegna hugsanlegra brota
  • Rekstur dómsmála vegna hugsanlegra brota
  • Rekstur mála fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna hugsanlegra brota
  • Ráðgjöf og áreiðanleikakönnun á mannréttindum í aðfangakeðju
  • Gerð birgjastefnu og innleiðing hennar í starfsemi

Með sérþekkingu á þessu sviði.

Starfssvið

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.