Sjálfbærni / ESG (Environment, Social, Governance)

Sjálfbærni eða „ESG“ vísar almennt til þess að samþætta umhverfismál, félagslega þætti og góða stjórnarhætti að starfsemi fyrirtækja eftir viðurkenndum viðmiðum. LEX hefur innan sinna raða sérfræðinga með reynslu og þekkingu á ráðgjöf í sjálfbærni og getur aðstoðað viðskiptavini sína við að undirbúa sig fyrir auknar kröfur og leita nýrra tækifæra.

Sjálfbærni / ESG (Environment, Social, Governance)

Sjálfbærni eða „ESG“ (UFS eins og það hefur verið þýtt á íslensku) vísar almennt til þess að samþætta umhverfismál, félagslega þætti og góða stjórnarhætti að starfsemi fyrirtækja eftir viðurkenndum viðmiðum. Samkeppnishæfni fyrirtækja getur ráðist af því hversu vel aðilar standa sig í þessum efnum, ekki eingöngu vegna lögbundinna krafna, heldur líka vegna þeirra krafna sem umhverfið, t.d. birgjar, neytendur og fjárfestar gera til sinna samstarfsaðila um sjálfbæra starfsemi. Í dag þurfa fyrirtæki og fjárfestar að þekkja og greina áhrif sín á umhverfi og samfélag, nota til þess viðurkenndar aðferðir og gera grein fyrir þeim með gagnsæjum hætti. Markviss vinna er til lengri tíma litið til þess fallin að hafa áhrif á samkeppnishæfni þeirra á tímum loftslagsbreytinga og aukins aðgangs að upplýsingum.

Nýjar kröfur til fyrirtækja á þessu sviði hafa farið vaxandi og flest vilja þau standa undir slíkum kröfum. Fyrirtæki þurfa að þekkja ESG áhættur sínar og geta gert grein fyrir hvernig þau hyggjast mæta þeim. Fjárfestar vilja fá skýrar og viðeigandi upplýsingar um frammistöðu fyrirtækja í þessum efnum þar sem viðurkenndum aðferðum er beitt. LEX hefur innan sinna raða sérfræðinga með reynslu og þekkingu á ráðgjöf í sjálfbærni og getur aðstoðað viðskiptavini sína við að undirbúa sig fyrir auknar kröfur og leita nýrra tækifæra. Við beitum viðurkenndum viðmiðum (Global Reporting Initiative (GRI), Meðmæli TCFD, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna) auk þess að undirbúa viðskiptavini undir að mæta nýjum lagakröfum tímanlega.

Evrópusambandið samþykkti árið 2019 Græna evrópska sáttmálann sem hefur að markmiði að ESB verði kolefnishlutlaust árið 2050. Til að ná þessu markmiði vinnur sambandið nú að fjölda verkefna sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðlögun Evrópu að loftslagsbreytingum. Unnið er markvisst að fjölda lagabreytinga, m.a. á sviði orkumála, samgöngumála, sjálfbærni byggingaframkvæmda, hringrásarhagkerfis, líffræðilegs fjölbreytileika og umhverfismála.

Hluti af þessum lagabreytingum snýr að fjármálamarkaðnum og hefur sett mark sitt á þann geira. Meðal þeirra má nefna eftirfarandi reglugerðir og tilskipanir ESB sem allar munu verða innleiddar á Íslandi á næstu misserum:

 • Reglugerð um flokkunarkerfi ESB fyrir sjálfbærar fjárfestingar (EU Taxonomy Regiation) og undirgerð flokkunarkerfis ESB um loftslag (EU Taxonomy Climate Delegated Act)
 • Reglugerð um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR)
 • Tilskipun um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja (samþykkt hjá ESB sumar 2022)
 • Reglugerð um græn evrópsk skuldabréf (með tengingu við flokkunarkerfi ESB)
 • Undirgerðir vegna innleiðingar á sjálfbærniáhættum og sjálfbærniþáttum fyrir UCITS, AIFM, aðila á tryggingamarkaði og framleiðendur fjármálaafurða
 • Þá má einnig nefna tillögu um lögfestingu skyldu fyrirtækja til að framkvæma áreiðanleikakönnun á sjálfbærni sem kynnt var í febrúar 2022

Meðal verkefna LEX á þessu sviði eru:

 • Ráðgjöf í mótun og innleiðingu stefnu á sviði sjálfbærni / ESG og ábyrgum fjárfestingum
 • Undirbúningur við að mæta nýjum lagakröfum á sviði sjálfbærni sem nefndar eru hér á undan
 • Ófjárhagsleg upplýsingagjöf fyrirtækja og ráðgjöf við notkun staðla og viðmiða (GRI, TCFD, UFS Nasdaq ofl.)
 • Birgjareglur og innleiðing birgjamats
 • Gerð og uppfærsla siðareglna og innleiðing þeirra
 • Hagaðilagreiningar og mikilvægisgreiningar
 • Málarekstur hjá stjórnvöldum vegna markaðssetningar og framsetningu upplýsinga um eiginleika vöru
 • Samskipti við fjárfesta og fyrirtæki vegna upplýsingagjafar
 • Græn skuldabréf, grænar lánveitingar og önnur sjálfbærni fjármögnun