Sjálfbærni / ESG (Environment, Social, Governance)

Sjálfbærni eða „ESG“ vísar almennt til þess að samþætta umhverfismál, félagslega þætti og góða stjórnarhætti að starfsemi fyrirtækja eftir viðurkenndum viðmiðum. LEX hefur innan sinna raða sérfræðinga með reynslu og þekkingu á ráðgjöf í sjálfbærni og getur aðstoðað viðskiptavini sína við að undirbúa sig fyrir auknar kröfur og leita nýrra tækifæra.

Sjálfbærni / ESG (Environment, Social, Governance)

Sjálfbærni eða „ESG“ (UFS eins og það hefur verið þýtt á íslensku) vísar almennt til þess að samþætta umhverfismál, félagslega þætti og góða stjórnarhætti að starfsemi fyrirtækja eftir viðurkenndum viðmiðum. Samkeppnishæfni fyrirtækja getur ráðist af því hversu vel aðilar standa sig í þessum efnum, ekki eingöngu vegna lögbundinna krafna, heldur líka vegna þeirra krafna sem umhverfið, t.d. birgjar, neytendur og fjárfestar gera til sinna samstarfsaðila um sjálfbæra starfsemi. Í dag þurfa fyrirtæki og fjárfestar að þekkja og greina áhrif sín á umhverfi og samfélag, nota til þess viðurkenndar aðferðir og gera grein fyrir þeim með gagnsæjum hætti. Markviss vinna er til lengri tíma litið til þess fallin að hafa áhrif á samkeppnishæfni þeirra á tímum loftslagsbreytinga og aukins aðgangs að upplýsingum.

Nýjar kröfur til fyrirtækja á þessu sviði hafa farið vaxandi og flest vilja þau standa undir slíkum kröfum. Fyrirtæki þurfa að þekkja ESG áhættur sínar og geta gert grein fyrir hvernig þau hyggjast mæta þeim. Fjárfestar vilja fá skýrar og viðeigandi upplýsingar um frammistöðu fyrirtækja í þessum efnum þar sem viðurkenndum aðferðum er beitt. LEX hefur innan sinna raða sérfræðinga með reynslu og þekkingu á ráðgjöf í sjálfbærni og getur aðstoðað viðskiptavini sína við að undirbúa sig fyrir auknar kröfur og leita nýrra tækifæra.

Meðal verkefna eru:

  • Ráðgjöf í mótun stefnu á sviði sjálfbærni / ESG og ábyrgum fjárfestingum
  • Undirbúningur við að mæta nýjum lagakröfum
  • Hagaðilagreiningar
  • Greining á stjórnarháttum félaga
  • Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
  • Samskipti við fjárfesta
  • Græn skuldabréf, grænar lánveitingar og önnur sjálfbærni fjármögnun