Fréttir
LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX
Fréttir
ÚTGÁFA
LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa viðskiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir málflytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.
Hætta á grænþvotti víða í fjárfestingarkeðjunni
16. júní, 2022Eva Margrét Ævarsdóttir sem leiðir ráðgjöf í sjálfbærni (ESG – e. Environmental, social, governance) á LEX skrifaði grein í Innherja, viðskiptamiðil Vísis, um ábyrgar fjárfestingar og áhættur sem fylgja slíkum fjárfestingum, ekki síst hættuna á grænþvotti. Áhugi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í farveg sem byggir á sjálfbærniþáttum hefur vaxið gríðarlega á síðustu misserum. Aðhald og eftirlit vegna ætlaðs grænþvottar er að aukast mikið á flestum markaðssvæðum og nefnir hún nýleg dæmi.
Aftur í fréttasafn