Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX í Legal 500 EMEA Green Guide 2024

22. mars, 2024

LEX er leiðandi lögmannstofa í ráðgjöf á sviði sjálfbærni og grænna umskipta samkvæmt Legal 500 Green Guide sem hefur fyrst slíkra matsfyrirtækja lagt mat á heimsvísu á lögmannsstofur sem veita ráðgjöf á sviði sjálfbærni, orkuskipta og verkefni tengd loftslagsbreytingum.
LEX hefur á síðustu árum lagt vinnu og metnað í að byggja upp ráðgjöf í sjálfbærnitengdum verkefnum og grænni fjármögnun og aðstoðað viðskiptavini okkar við að undirbúa sig fyrir nýja löggjöf á sviði sjálfbærni. Jafnframt hefur LEX veitt ráðgjöf í fjölda ára við fjármögnunar- og orkuverkefni og býr yfir mikilli reynslu á þeim sviðum sem nýtist vel.

Eva Margrét Ævarsdóttir leiðir sjálfbærniráðgjöf LEX

Í umsögn Legal 500 Green guide segir meðal annars:

„Across its energy, ESG, and banking practices, Icelandic multi-practice law firm Lex Law Offices advises leading clients on climate- and sustainability-related matters to create green and long-term business value.“

„The firm makes a keen contribution to sustainability in the business community. Alongside being a long-standing member of the Energy Law Group, it participates in the Festa non-profit organisation, which supports companies and organisations to create a more sustainable economy, and contributes to its guide to sustainability laws and regulations. Additionally, as a member of the IcelandSIF sustainable investment forum, which seeks to boost the discussion of sustainable and responsible investment, the firm moderated a seminar on EU sustainability regulations.“

Aftur í fréttasafn