Lex Lögmannsstofa - Lögmenn og Starfsfólk

Yfirtökur og samrunar (M&A)

LEX hefur um langt skeið verið leiðandi lögmannstofa á Íslandi þegar að kemur að samruna, kaupum eða sölu á fyrirtækjum. Sérstaða LEX felst ekki síst í því að á meðal lögmanna félagsins, eru ekki aðeins sérfræðingar með áralanga reynslu á þessu sviði heldur einnig lögmenn með mikla reynslu af fjárfestingabankastörfum.

Yfirtökur og samrunar (M&A)

LEX hefur um langt skeið verið leiðandi lögmannstofa á Íslandi þegar að kemur að samruna, kaupum eða sölu á fyrirtækjum. Sérstaða LEX felst ekki síst í því að á meðal lögmanna félagsins, eru ekki aðeins sérfræðingar með áralanga reynslu á þessu sviði heldur einnig lögmenn með mikla reynslu af fjárfestingabankastörfum. Ennfremur felst sérstaða LEX í þeirri gríðarlegu reynslu sem liggur á öðrum réttarsviðum sem oftar en ekki eru órjúfanlegur þáttur við árangursrík eigendaskipti að fyrirtækjum, svo sem á sviði skattaréttar, samkeppnisréttar, vinnuréttar, gjaldþrotaréttar, hugverkaréttar, umhverfisréttar og eignaréttar.
Erlent tengslanet LEX tryggir viðskiptamönnum LEX, þjónustu í hvaða heimshluta sem er ef verkefni krefjast þess.

Helstu verkefni

 • Ráðgjöf vegna samruna, kaupa eða sölu félaga
 • Ráðgjöf við stofnun félags, val á félagaformi og öll skjala- og samningagerð
 • Gerð áreiðanleikakönnunar á félagi þar sem lagalegur grundvöllur og staða félags er kannaður
 • Ráðgjöf við val á fjármögnun, hækkun og lækkun hlutafjár og lántöku með breytirétti
 • Ráðgjöf við fjárhagslega endurskipulagningu og uppbyggingu fyrirtækjasamstæðna.
 • Skipting og slit félaga og breyting á félagaformi
 • Skráning á markað, gerð útgáfulýsinga og samskipti við kauphöll og eftirlitsaðila
 • Breytingar á stjórnskipulagi og samþykktum félaga
 • Hagsmunagæsla fyrir félög og/eða hluthafa
 • Stjórnun hluthafafunda og aðalfunda

Dæmi um viðskiptavini

 • Ráðgjöf við kaup NetApp á Greenqloud
 • Ráðgjöf við sölu á Gámaþjónustunni
 • Ráðgjöf við sölu á meirihluta hlutafjár í Líflandi
 • Ráðgjöf við sölu á ráðandi hlut í Arcanum ferðaþjónustu
 • Ráðgjöf við kaup Sjávarsýnar á Tandri
 • Ráðgjöf við sölu á hlut Glitnis í All Saints
 • Ráðgjöf við sölu á hlut Glitnis í Iceland.
 • Ráðgjöf við sölu á Olís til Haga
 • Ráðgjöf vegna kaupa á Skeljungi
 • Yfirtaka á Keops (danskt fasteignafélag)
 • Kaup á hollenska bankanum NIBC,
 • Fjármögnun Glitnis
 • Fjármögnun Eimskipa
 • Hlutafjárútboð í Kaupþingi
 • Kaup á fasteignum Magasin og Illum
 • Yfirtaka Olíufélagsins (nú N1)