Hugverka- og auðkennaréttur

Lögmenn LEX eru meðal fremstu sérfræðinga landsins í höfundarétti, vörumerkja- og hönnunarétti, einkaleyfarétti og varðandi löggjöf um óréttmæta viðskiptahætti.

Hugverka- og auðkennaréttur

LEX hefur um langt skeið veitt fyrirtækjum, opinberum stofnunum og einstaklingum víðtæka þjónustu á sviði hugverka- og auðkennaréttar og upplýsingatækniréttar. Lögmenn LEX eru meðal fremstu sérfræðinga landsins í höfundarétti, vörumerkja- og hönnunarétti, einkaleyfarétti og varðandi löggjöf um óréttmæta viðskiptahætti. Þeir veita þjónustu við samningagerð á þessum réttarsviðum, annast skráningu vörumerkja og hönnunar, hérlendis og erlendis og fara með mál fyrir dómstólum og stjórnvöldum.

Helstu verkefni

 • Gerð samninga milli höfunda og útgefenda, framleiðenda og annarra er nýta hugverk
 • Hagsmunagæsla fyrir höfunda, útgefendur, flytjendur og aðra rétthafa
 • Þjónusta við framleiðendur og höfunda við gerð samninga um kvikmyndir og margmiðlunarefni
 • Þjónusta við tónlistarmenn vegna samninga um nýtingu á verkum þeirra
 • Gerð nytjaleyfissamninga, m.a. vegna vörumerkja, einkaleyfa, húsgagna og annarra nytjalistmuna
 • Gerð útgáfu- og leyfissamninga um ritað mál
 • Gerð leyfis- og dreifingarsamninga um hugbúnað
 • Þjónustusamningar um hugbúnað
 • Ráðgjöf og gerð samningsákvæða um vernd hugverkaréttinda í verk- og vinnusambandi
 • Skráning vörumerkja og hönnunar, hérlendis og erlendis
 • Aðstoð við þróun vörumerkja
 • Vöktun og umsýsla vörumerkjaskráninga
 • Rekstur ágreinings- ógildingarmála fyrir Einkaleyfastofu vegna umsókna um vörumerki og hönnun
 • Kvartanir til Neytendastofu vegna brota á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu
 • Kvartanir til úrskurðaraðila hér á landi og erlendra úrskurðaraðila vegna lénaskráninga
 • Beiðnir til tollyfirvalda vegna innflutnings á eftirlíkingum er brjóta gegn hugverkarétti
 • Rekstur lögbannsmála fyrir sýslumannsembættum
 • Meðferð dómsmála vegna hvers kyns brota á hugverkaréttindum
 • Áreiðanleikakannanir vegna viðskipta með hugverkaréttindi
 • Ráðgjöf við nýsköpunarfyrirtæki um leiðir til að vernda hugverkaréttindi
 • Gerð samstarfssamninga milli fyrirtækja í rannsóknarstarfsemi
 • Hagsmunagæsla fyrir framleiðendur frumlyfja
 • Ráðgjöf og hagsmunagæsla vegna einkaleyfaverndar
 • Meðferð einkaleyfisumsókna í samstarfi við Budde Schou í Danmörku – sjá www.buddeschou.dk

Með sérþekkingu á þessu sviði.

Starfssvið

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.