Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX á UTmessunni 2023

2. febrúar, 2023

UTmessan 2023 verður haldin í Hörpu 3 -4. febrúar.

UTmessan samanstendur samanstendur af ráðstefnu annars vegar og sýningarsvæði hins vegar. Á sýningarsvæðinu á 1. hæð mun LEX vera með bás þar sem okkar fremstu lögfræðingar í hugverka– og tæknirétti munu taka vel á móti gestum.

Á föstudeginum kl. 11 mun Benedikta Haraldsdóttir, lögmaður og fulltrúi á LEX flytja erindi undir yfirskriftinni:

„Getur ólögmæt meðferð tæknifyrirtækja á persónuupplýsingum verið samkeppnisbrot?“
Persónuupplýsingar eru auðlind fyrir fjölda tæknifyrirtækja sem stóla á þær til markaðssetningar, greiningar og fleira. Þróun í Evrópu, og þá sérstaklega í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum, bendir til þess að samkeppnisyfirvöldum verði mögulega heimilt að líta til sjónarmiða um persónuvernd við mat sitt á því hvort háttsemi fyrirtækja brjóti í bága við samkeppnislög.

Erindið fjallar um framangreind álitaefni með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram koma í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum sem hefur verið til meðferðar hjá Evrópudómstólnum.

 

Aftur í fréttasafn