LEX styrkir stöðu sína með komu reynslumikilla lögmanna frá Juris
LEX hefur fengið til liðs við sig lögmennina Finn Magnússon, Stefán A. Svensson og Sigurbjörn Magnússon, sem allir koma frá lögmannsstofunni Juris. Stefán og Finnur ganga til liðs við LEX sem eigendur en Sigurbjörn sem ráðgjafi. Auk þessara þriggja fylgja aðrir reyndir lögmenn á LEX frá Juris, Jóhannes Tómasson, Dagur Fannar Jóhannesson og Þórarinn Þorgeirsson.
LEX hefur á undanförnum árum markað sér skýra stöðu sem ein öflugasta lögmannsstofa landsins á öllum réttarsviðum. Með liðstyrknum eykst fagleg breidd stofunnar enn frekar og þjónustuframboð styrkist gagnvart innlendum og erlendum viðskiptavinum stofunnar.

