Verktakar, útboðsmál og opinber innkaup

LEX hefur um langt skeið unnið með helstu verkfræðistofum landsins að stórverkum sem tengjast verktaka- og útboðsrétti.  Með vandaðri ráðgjöf strax við undirbúning framkvæmda má komast hjá ágreiningi síðar meir. Þá er unnt með ráðgjöf í upphafi verks að tryggja að sá ágreiningur sem kann að koma upp síðar meir sé komið fyrir í farveg sem sé báðum aðilum ásættanlegur.   Þá getur ráðgjöf í upphafi verks tryggt að kostnaður í tengslum við úrlausn ágreiningsmála fari ekki úr hófi fram og hafi ekki óþarfleg áhrif á framvindu verks.

Lögmenn stofunnar hafa reynslu í allri ráðgjöf við gerð verksamninga.  Þá hefur lögmannsstofan víðtæka reynslu í ráðgjöf vegna ágreiningsmála sem upp kunna að koma bæði í tengslum við framkvæmd verksamninga eða við framkvæmd opinberra útboða.

Sérfræðingar LEX á sviði gerðardóma vinna náið með sérfræðingum félagsins á sviði verktaka- og útboðsréttar í því skyni að tryggja hagfellda úrlausn þeirra ágreiningsmála sem upp kunna að koma.

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu