Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Út fyrir rammann

24. febrúar, 2021

Lára Herborg ÓlafsdóttirLára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi á LEX skrifaði grein í Viðskiptamoggann í dag um rammasamninga, sem eru ein leið til að bjóða út margvísleg innkaup opinberra aðila samtímis. Við gerð einstakra samninga um vörur, verka eða þjónustu á grundvelli rammasamnings er óheimilt að gera verulegar breytingar á skilmálum hans. Þó getur verið heimilt að breyta samningi og rammasamningi án þess að hefja nýtt innkaupaferli, í afmörkuðum lögbundnum tilvikum, sbr. 90. gr. laga um opinber innkaup og fer Lára Herborg yfir þessar undantekningar í greininni.

Aftur í fréttasafn