Skattamál

Skattasvið LEX hefur verið starfrækt frá árinu 2005. Hvatann að stofnun þess má rekja til vaxandi þarfar fyrir faglega og hlutlæga lögfræðilega ráðgjöf á sviði skattamála, hvort sem um ræðir fyrirtæki eða einstaklinga við meðferð ágreiningsmála fyrir skattyfirvöldum og dómstólum og málsvarnir í opinberum málum á þessu sviði.

Meðal þeirra verkefna sem skattasvið LEX sinnir má nefna:

  • Ráðgjöf vegna stofnunar eða breytingar á rekstri, samruna eða skiptinga o.þ.h. innanlands og erlendis við val á félagsformi og uppbyggingu eignarhalds
  • Ráðgjöf vegna hvers kyns samninga sem gerðir eru í rekstri, s.s. við kaup félaga og/eða eigna, við starfsmenn, viðskiptamenn og lánardrottna innanlands og erlendis
  • Aðstoð vegna meðferðar almennra skatta- og tollamála hjá skatt- og tollyfirvöldum (ríkisskattstjóra, yfirskattanefnd, tollstjóra eða fjármálaráðuneyti), þ.m.t. endurupptöku- og ágreiningsmála vegna álagningar skatta og tolla
  • Meðferð dómsmála vegna skatt- og tollheimtu
  • Aðstoð vegna vangoldinna skatta (ábyrgðir, fyrningar o.fl.) og endurkröfumál vegna oftekinna skatta og gjalda
  • Hagsmunagæsla við rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara
  • Hagsmunagæsla við meðferð sektarmála hjá yfirskattanefnd og refsimála fyrir dómi
  • Lögfræðilegar álitsgerðir á sviði skattamála

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu