Gjaldþrotaréttur og fjárhagsleg endurskipulagning

Mikil þekking hefur skapast um fjárhagslega endurskipulagningu á Íslandi á undanförnum árum. Hvort sem um er að ræða formleg skipti á gjaldþrotabúum, nauðasamningsumleitanir, frjálsa samninga um skuldaskil eða ráðgjöf við aðila í greiðsluvanda þá búa sérfræðingar LEX yfir mikilli reynslu á þessu sviði. Samvinna hina ýmsu sviða innan LEX endurspeglast einna best þegar að unnið er við fjárhagsleg endurskipulagningu fyrirtækja af hinum ýmsu stærðargráðum. Við úrlausn slíkra verkefna getur reynt á þekkingu sérfræðinga í fjármagnsrétti, eignarétti, auðkennarétti, veðrétti, samkeppnisrétti og skattarétti svo eitthvað sé nefnt. LEX lögmannstofa hefur nú nýverið m.a. veitt ráðgjöf við fjárhagslega endurskipulagningu Actavis, Toyota á Íslandi og Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson.  

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu