Fjarskipti, fjölmiðlar og tækni

LEX lögmannsstofa veitir viðskiptavinum heildræna þjónustu á sviði fjarskipta, fjölmiðla og tækni.  Sérfræðingar stofunnar hafa yfir að ráða áralangri reynslu af ráðgjöf til fyrirtækja á þessum sviðum sem tekur bæði til viðskiptalegra- og tæknilegra þátta.  Lögmenn LEX vinna markvisst að uppfærslu þekkingar sinnar, m.a. með þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum, enda þróun tækni og regluverks hröð og síbreytileg og mörkin milli þessara réttarsviða verða æ minni.

Lögmenn LEX annast alhliða hagsmunagæslu fyrir fjölmiðlafyrirtæki á þeim vettvangi bæði fyrir fjölmiðlanefnd og öðrum stjórnvöldum sem og dómstólum. Þá hafa lögmenn LEX mikla reynslu af rekstri meiðyrðamála og annarra mála sem varða mörk tjáningarfrelsis og ábyrgð fjölmiðlafyrirtækja, starfsmanna þeirra og eftir atvikum annarra sem tjá sig í fjölmiðlum. Lögmenn LEX hafa enn fremur ítrekað komið að vinnu á sviði fjölmiðlaréttar fyrir stjórnvöld og átt sæti i starfshópum og nefndum sem komið hafa að stefnumótun og lagasmíði á þessum vettvangi.

LEX ráðleggur viðskiptavinum varðandi hvers kyns samskipti og málarekstur gagnvart eftirlitsstjórnvöldum, varðandi leyfisveitingar, samningagerð milli fjarskiptafyrirtækja, s.s. vegna reiki- og samtengisamninga o.fl.  LEX ráðleggur sömuleiðis varðandi þær kröfur sem gerðar eru til fjarskiptafyrirtækja á grundvelli fjarskiptalaga, s.s. vegna uppsetningar og reksturs fjarskiptakerfa, sýndarneta o.fl.

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu