Auðlindir, orka og umhverfi

Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á lagaumhverfi því sem gildir á sviði auðlindaréttar, orkuréttar og umhverfisréttar.   Þá hefur leyfakerfi vegna auðlindanýtingar og starfsemi henni tengdri sífellt orðið flóknara og umfangsmeira. Ýmsar frekari lagabreytingar eru í farvatninu í samræmi við vaxandi áherslu í þjóðfélaginu á þennan málaflokk. Þátttaka Íslands í hinum sameiginlega markaði EES hefur einnig sett varanlegan svip á setningu laga og framkvæmd þeirra. Með sérhæfðu teymi sérfræðinga tryggir LEX viðskiptavinum sínum þjónustu á sviði auðlindaréttar, orkuréttar og umhverfisréttar í hæsta gæðaflokki.  Lögmenn LEX hafa sérstaklega mikla reynslu af málflutningi á þessu réttarsviði.

Verkefni auðlinda, orku og umhverfisréttarsviðs LEX hafa m.a. lotið að:

  • Jarðhita-, vatns- og námuréttindum
  • Leyfisveitingum vegna ýmis konar auðlindanýtingar og tengdrar starfsemi
  • Mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana
  • Raforku
  • Úrgangsmálum

AlþjóÐlegt Samstarf

ViÐurkenningar og GÆÐi þjónustu