LEX ráðleggur DigitalBridge við sölu á Digita Group
LEX veitti DigitalBridge, alþjóðlegu sjóðastýringarfélagi sem sérhæfir sig í fjárfestingum í stafrænum innviðum, lögfræðilega ráðgjöf við sölu á Digita Group, móðurfélagi Íslandsturna, til GI Partners.
Íslandsturnar eiga og reka hátt í 400 fjarskiptaturna víðs vegar um landið en félagið var stofnað á árinu 2021 utan um kaup á sendastöðum Sýnar og Nova. Íslandsturnar heyra undir Digita Group sem er eitt stærsta sjálfstæða fjarskiptainnviðafélagið á Norðurlöndunum með dreifikerfi á Íslandi og í Finnlandi auk þess að reka gagnaver og hlutanet (IoT).
Í kjölfar viðskiptanna mun Digita Group áfram starfa sem sjálfstætt félag innan eignasafns GI Partners. Gert er ráð fyrir því að viðskiptunum ljúki á fyrsta ársfjórðungi 2026.
LEX gegndi hlutverki lögfræðilegs ráðgjafa DigitalBridge í viðskiptunum að því er varðar íslensk lög en aðrir lögfræðiráðgjafar seljanda voru lögmannsstofurnar Linklaters í Bretlandi og Roschier í Finnlandi.
Teymi LEX samanstóð af þeim Ólafi Haraldssyni, Sigríði Harradóttur og Kristni Inga Jónssyni.





