Beint í efni

Fulltrúi hjá LEX hlýtur viðurkenningu fyrir meistararitgerð sína

19. ágúst 2025

Birta Steinunn Ragnarsdóttir, fulltrúi hjá LEX og hlaut nýverið viðurkenningu Lagadeildar Háskóla Íslands fyrir bestu meistararitgerð um Mannréttindasáttmála Evrópu.

Ritgerð hennar fjallaði um tjáningarfrelsi í tengslum við kynferðisofbeldi og byggði á samanburði við dómaframkvæmd bæði Mannréttindadómstóls Evrópu og íslenskra dómstóla.

Birta Steinunn mun taka á móti viðurkenningu sinni miðvikudaginn 20.ágúst, kl. 12 og fjalla um efni ritgerðarinnar. Nánari upplýsingar má finna hér.

Við hjá LEX óskum henni innilega til hamingju með árangurinn!