Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Samrunaeftirlit – betur má ef duga skal.

11. febrúar, 2021

María KristjánsdóttirMaría Kristjánsdóttir lögmaður á LEX skrifaði grein í Viðskiptablaðið í dag ásamt Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS.
Í greininni er minnst á mikilvægi virkrar samkeppni fyrir skilvirkt atvinnulíf og hagsmuni neytenda. Farið er yfir hlutverk Samkeppnieftirlitsins sem hefur eftirlit með því að samrunar fyrirtækja séu ekki skaðlegir samkeppni. Málsmeðferðartími Samkeppniseftirlitsins í samrunamálum hefur lengi verið gagnrýndur af hálfu atvinnulífsins.

Í greininni er málsmeðferð samrunamála hér á landi borin saman við þá framkvæmd sem viðhöfð er á vettvangi Evrópusambandsins og til samanburðar vikið stuttlega að framkvæmd samrunamála í Noregi. Málsmeðferð í samrunamálum er skipt í tvo aðskilda og skýra fasa. Annars vegar er fasi I, sem telur 25 virka daga frá því að fullnægjandi samrunatilkynningu er skilað til Samkeppniseftirlitsins og hinsvegar fasi II sem telur 90 virka daga til viðbótar. Í bæði Noregi og ESB eru 2-3% tilkynntra samruna færð í fasa II, á meðan hlutfallið hér á landi var að meðaltali tæp 44% á tímabilinu 2017-2020.

Ljóst er því að málsmeðferð hér á landi er mun lengri en í Noregi og ESB og þörf á að bæta úr. Ekki
aðeins eru það hagsmunir viðskiptalífsins að kaup og sala fyrirtækja og rekstrareininga gangi skjótt fyrir sig, heldur hafa neytendur ekki síður af því hagsmuni að samkeppni sé virk og dýnamísk.

Aftur í fréttasafn