Fjölnir Ólafsson

Lögmaður - Verkefnastjóri

fjolnir@lex.is

Fjölnir Ólafsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi, en hann hóf störf sem fulltrúi hjá LEX í janúar 2019. Í störfum sínum hjá LEX hefur Fjölnir lagt megináherslu á samkeppnisrétt, stjórnsýslurétt, samninga- og kröfurétt og málflutning.

Fjölnir Ólafsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Fjölnir hóf störf sem fulltrúi hjá LEX í janúar 2019 að lokinni útskrift frá lagadeild Háskóla Íslands, en samhliða námi hafði hann starfað sem laganemi hjá LEX. Þá starfaði hann sem aðstoðarmaður dómara við Landsrétt frá nóvember 2019 út árið 2020. Árið 2023 tók hann við stöðu verkefnastjóra hjá LEX. Í störfum sínum hjá LEX hefur Fjölnir lagt megináherslu á samkeppnisrétt, stjórnsýslurétt, samninga- og kröfurétt og málflutning. Þá hefur hann sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði félagaréttar, verktaka- og útboðsréttar, hugverkaréttar, Evrópuréttar og tollaréttar.

Málflutningsréttindi

 • Héraðsdómstólar

Starfsferill

 • LEX lögmannsstofa síðan 2017
 • Aðstoðarmaður dómara við Landsrétt 2019 – 2020
 • Staatstheater Saarbrücken, Þýskalandi 2012-14

Menntun

 • Héraðsdómslögmaður 2020
 • Háskóli Íslands, meistaragráða í lögfræði 2019
 • Háskóli Íslands, BA-gráða í lögfræði 2017
 • Hochschule für Musik Saar, Þýskalandi, BMus í klassískum söng, 2014
 • Menntaskólinn við Hamrahlíð, stúdentspróf, 2009

Erlend tungumál

 • Enska
 • Þýska
 • Danska

Kennsla

 • Stundakennari í réttarfari við Háskóla Íslands frá 2023