Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

Skaðabætur fyrir höfundaréttarbrot gegn verkum úr Rafskinnu

30. nóvember, 2021

Þann 12. nóvember sl. var kveðinn upp í Landsrétti dómur í máli sem flutt var af Erlu S. Árnadóttur, lögmanni og eiganda á LEX.

Erfingjar Jóns Kristinssonar, myndlistarmanns, Jónda, höfðuðu málið á árinu 2015 á hendur aðstandendum Gunnars Bachmann, en hann rak á sínum tíma flettiauglýsingagrindina Rafskinnu, sem á árunum 1935 – 1957 var staðsett í verslunarglugga í Austurstræti í Reykjavík, og á hendur galleríi í Reykjavík. Með dómnum var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að stefndu væru skaðabótaskyldir gagnvart erfingjum Jónda, sem eru nú eigendur höfundaréttinda hans, vegna óheimillar nýtingar réttinda að fjölda myndverka er hann teiknaði til birtingar í auglýsingagrindinni. Hin óheimila nýting fór fram á árunum 2013 – 2014 og fólst m.a. í opinberri sýningu myndverkanna, gerð boðskorts, og gerð og sölu veggspjalda, póstkorta, límmiða og auglýsinga sem birtar voru á biðstöðvum Strætó. Alls voru framin 19 brot gegn 168 verkum.

Heildarfjárhæð dæmdra skaðabóta ásamt vöxtum og málskostnaði nam ríflega 12 milljónum króna og mun þar sennilega um að ræða hæstu skaðabætur vegna brots á höfundarétti sem dæmdar eru í einu máli af íslenskum dómstól.

Aftur í fréttasafn