Fréttir

LEX mun birta hér öðru hverju fréttir af málefnum stofunnar og starfsmönnum hennar, auk auglýsinga um útgáfu efnis frá LEX

Fréttir

ÚTGÁFA

LEX lögmannsstofa leggur áherslu á að viðskiptavinir njóti þjónustu sérhæfðra starfsmanna eftir því sem viðkomandi verkefni kallar á. Slíkt tryggir ekki aðeins fyrsta flokks ráðgjöf handa við­skiptavinum okkar heldur tryggir það einnig að þjónustan sé eins hagkvæm og kostur er. Þá starfa reyndir mál­flytjendur fyrir dómsstólum landsins á öllum fagsviðum LEX.

LEX veitir Treble Technologies ráðgjöf við fjármögnun

26. október, 2021

Íslenska sprotafyrirtækið Treble Technologies hefur lokið rúmlega 200 milljóna króna fjármögnun.
LEX, með þau Birgi Má Björnsson og Fanneyju Frímannsdóttur í fararbroddi veitti félaginu lögfræðiráðgjöf við fjármögnunina.

Treble Technologies sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði hljóðhermunar og hefur starfar frá síðari hluta ársins 2020. Fyrirtækið býður upp á hugbúnaðarlausn fyrir byggingageirann sem gerir hönnuðum og eigendum bygginga færi á að móta hljóðheim og hljóðvist hönnunar sinnar. Þessi lausn auðveldar þeim að taka upplýstar ákvarðanir um efnisval, form og fleira á grundvelli nákvæmrar hermunar og stafrænnar upplifunar.

Aftur í fréttasafn